Search

Fjölskyldudagar Sk8roots

Updated: Oct 13, 2020

Sk8roots er vettvangur sem býður upp á afnot af hjólabrettum og undir leiðsögn. Sk8roots er staðsett í hjarta Reykjanesbæjar í 88 húsinu. Hjólabrettanámskeiðið var sett af stað fyrir nokkrum árum með það markmið að styrkja ungmenni í samskiptum, styrkja sjálfsímynd þeirra og öryggi. Hjólabretti gefa börnum ákveðið sjálfstraust og læra þau að setja sér markmið og komast yfir hindranir. Það má segja að Sk8roots sé orðið lítið samfélag þar sem allir eru velkomnir.

Laugardagar eru fjölskyldudagar en Sk8roots bjóða þá iðkendum að koma með fjölskyldu eða vini. Húsnæðið býður upp á mikið af möguleikum, aðstandendur geta prófað að sýna kúnstir sínar á bretti, spilað billjard og þythokkí eða einfaldlega vera áhorfendur. Hjólabretti og hjálmar eru á staðnum til notkunar fyrir þá sem vilja. Auk laugardagsopnunar Sk8roots er boðið upp á hjólabrettakennslu á opnum húsum Fjörheima annan hvern mánudag og þriðjudag, einnig er kennsla fyrir krakka með félagslega erfiðleika eða greiningar á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 14:00-16:00. Sk8roots fyrir 16+ er nýtt á nálinni og er á hverjum fimmtudegi kl 19:00-21:00. Stundatafla Sk8roots má sjá hér að neðanverðu.


26 views0 comments

Recent Posts

See All